Um okkur​

Vera lífsgæðasetur

Hjá Veru Lífsgæðasetri starfar fjölbreyttur hópur fagfólks. Þar eru sálfræðingur, næringarfræðingur, talmeinafræðingur, félagsráðgjafi, þroskaþjálfi, hjúkrunarfræðingar, einhverfuráðgjafi og sérfræðingur í vinnuvernd. Við höfum einnig góða tengingu við fleiri fagaðila ef á þarf að halda.

Við bjóðum upp á þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur t.d. ráðgjöf, meðferð, greiningar og þjálfun. 
Einnig bjóðum við upp á heildræn námskeið og fræðslupakka.

Vera lífsgæðasetur er staðsett á Hilmisgötu 13 í Vestmannaeyjum.

Fyrir hverja er þjónusta Veru lífsgæðaseturs?
Fyrir einstaklinga og fjölskyldur
Fyrir fyrirtæki og hópa
Fyrir stofnanir og sveitafélög

Stofnendur og stjórn Veru lífsgæðaseturs
Vera lífsgæðasetur var stofnað í janúar 2025. Stofnendur og stjórnarmeðlimir Veru lífsgæðaseturs eru Thelma Gunnarsdóttir sálfræðingur, Thelma Rut Grímsdóttir klínískur næringarfræðingur, Tinna Tómasdóttir talmeinafræðingur og Sólrún Erla Gunnarsdóttir félagsráðgjafi.