Næringarráðgjöf
Thelma Rut er klínískur næringarfræðingur hjá Meltingu & vellíðan og býður upp á einstaklingsmiðaða næringarráðgjöf í Veru lífsgæðasetri. Boðið er upp á staðviðtöl í Veru lífsgæðasetri eða fjarviðtöl sem fara fram í gegnum Kara connect.
Í næringarráðgjöfinni er lagt áherslu á að nálgast einstaklinga út frá þeirra þörfum og skoða næringuna heildstætt og með því að auka lífsgæði og vellíðan einstaklinga á skynsaman og heilbrigðan hátt.
Fyrir hverja er næringarráðgjöf?
Næringarráðgjöf er fyrir alla þá sem eiga við einhverskonar næringarvanda og/eða þá sem vilja gera breytingar á sínu mataræði eða fæðuvenjum.
Einnig eru í boði fyrirlestrar, fræðsla og námskeið fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félög og stofnanir frá Thelmu Rut eða í gegnum Veru lífsgæðasetur.
Thelma Rut er með starfsréttindi frá Landlækni og starfsleyfi Landlæknis til reksturs stofu í heilbrigðisþjónustu.
Hægt er að hafa samband í gegnum thelmarut@veralif.is
https://meltingogvellidan.is
