Einhverfuráðgjöf & greining

Sigurlaug (Sía) er þroskaþjálfi hjá Sía ráðgjöf og sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir börn og fullorðna á einhverfurófi, ásamt foreldrum og fjölskyldum.

Markmiðið er að veita stuðning með fræðslu, þjálfun og leiðum sem hjálpa til við að bæta dalegt líf og félagslega aðlögun. Einnig að bæta skipulag og aðlögun umhverfis til að mæta þörfum þeirra sem eru á einhverfurófi. Sía vinnur með fjölskyldum að því að finna einstaklingsmiðaðar lausnir sem hjálpa til við að bæta lífsgæði og stuðla að jákvæðri upplifun af daglegu lífi.

Mikilvægt er að horfa á styrkleika einstaklingsins og vinna með þau til að efla sjálfsmynd og sjálfstæði.
Áhersla er að virðing, viðhorf og viðmót séu lykilþættir. Sía telur að áhugamál og áhersla á styrkleika geti haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd og lífsgæði. Með því að nýta þessi áhugamál sem verkfæri í ráðgjöf er hægt að skapað umhverfi sem stuðlar að velferð og vellíðan.

Sía býður upp á ráðgjöf í Veru lífsgæðasetri og hefur hún langa reynslu í vinnu með einhverfum börnum og fullorðnum.

Hægt er að hafa samband í gegnum sigurlaug@veralif.is

Sía