Félagsráðgjöf og vinnuvernd

Sólrún er félagsráðgjafi með viðbótar menntun í öldrunarþjónustu ásamt því að vera sérfræðingur í vinnuvernd. Sólrún hefur lært og tileinkað sér lausnarmiðaða hugmyndarfræði (e. solution focused brief therapy) í störfum. Hugmyndafræðileg nálgun félagsráðgjafar er heildarsýn þar sem unnið er með valdeflingu einstaklinga og hópa og hjálp til sjálfshjálpar.

Sólrún starfar undir merkjum Aldur er bara tala í Veru lífsgæðasetri og býður þar upp á ráðgjöf og fræðslu til fyrirtækja í vinnuvernd og aðstoð við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustað í sálfélagslegum þáttum.

Ráðgjöf og örmeðferð til einstaklinga sér í lagi það sem snýr að þriðja æviskeiðinu og öldrun. Sólrún vinnur einnig sem giggari (verktaki) í málefnum aldraðra fyrir sveitafélög.

Sólrún er með starfsréttindi frá Landlækni og starfsleyfi Landlæknis til reksturs stofu í heilbrigðisþjónustu.

Hægt er að hafa samband í gegnum solrun@veralif.is

https://www.aldurerbaratala.is