Talþjálfun & ráðgjöf

Tinna er talmeinafræðingur hjá Talmáli talþjálfunarstofu og býður meðal annars upp á sérfræðiráðgjöf í Veru lífsgæðasetri ásamt því að bjóða upp á fjarráðgjöf í gegnum Kara connect.

Tinna býður upp á greiningar á ýmsum tal- og málmeinum barna, unglinga og fullorðinna ásamt þjálfun.

Einnig eru í boði fyrirlestrar, fræðsla og námskeið fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félög og stofnanir.

Tinna hefur einnig mikla reynslu í að vinna með samskipti, framkomu og sjálfstyrkingu með því að vinna með rödd, öndun og líkamsbeitingu.

Tinna er með starfsréttindi frá Landlækni og starfsleyfi Landlæknis til reksturs stofu í heilbrigðisþjónustu.

Hægt er að hafa samband á tinna@veralif.is

Tinna